Vorutorg.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Vorutorg.is er netverslun. Um viðskipti neytenda við verslunina gilda því lög nr.46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga.
Vöruskil:
Kaupandi vöru hefur samkvæmt 9.gr laga nr.46/2000 14 daga skilarétt frá því að afhending vöru hefur átt sér stað.
Veittur er 14 daga skilaréttur frá afhendingu vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar.
Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við öll almenn vörukaup.
Ábyrgð:
Allar vörur sem Vorutorg.is selur, eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.
Takmörkun á ábyrgð:
Ábyrgð fellur úr gildi:
1. Ef aðrir en starfsmenn Vorutorg.is hafa reynt að gera við vöruna án leyfis tæknimanna vorutorg.is
2. Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin
4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna vorutorg.is eða skemmst í flutningum
5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður
Ábyrgð er ekki tekin á:
1. Eðlilegu sliti vörunnar
2. Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tölva og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska.
3. Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru.
4. Rekstrarvöru, þ.m.t. rafhlöðum.
Ábyrgðarskilmálar þessir gilda ekki um afhendingu á nýjum vörum í stað gallaðrar vöru sem seld hefur verið af öðrum aðilum en Vorutorg.is. Í þeim tilvikum sem Vorutorg.is. móttekur gallaðar vörur seldar og/eða afhentar af öðrum en Vorutorg.is. skal það tekið fram að þá kemur Vorutorg.is. fram sem milliliður og er ekki samábyrgur upphaflegum seljanda. Í slíkum tilfellum ber Vorutorg.is. enga ábyrgð á hinni afhentu vöru og er ekki um sölu að ræða í skilningi laga nr. 48/2003 og eiga þau lög ekki við. Ábyrðarskilmálar þessir rýra ekki eða takmarka rétt neytenda til að krefja upphaflegan seljanda um nýja afhendingu á grundvelli samningssambands þeirra á milli.
Athugið
Rétt er að minna á að þegar óskað er eftir ábyrgðarþjónustu eða vöruskilum áskilur Vorutorg.is sér rétt til að krefjast framvísunar á frumriti reiknings fyrir kaupum á búnaðinum.
Verð, skattar og gjöld:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 25,5% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Trúnaður:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Eignarréttarfyrirvari:
Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu. Samþykktir víxlar, skuldabréf, greiðsla með ávísunum eða kreditkortum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.
Leiði lög um neytendakaup eða húsgöngu- og fjarsölusamninga með ófrávíkjanlegum hætti til hagstæðari kjara fyrir viðskiptamenn vorutorg.is en samningar þessir og skilmálar kveða á um, skulu þau lög gilda.
Skilmálar þessir eru verslunarskilmálar Vorutorg.is / Betra verð slf. og tóku gildi þann 1. júní. 2012. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda (vorutorg.is)